Vísindakaffin fara vel af stað

Fyrsta Vísindakaffi Vísindavöku var í gær og mættu 90 manns til að heyra Pál Einarsson jarðeðlisfræðing við HÍ segja frá hvar muni gjósa næst. Vísindakaffið í kvöld, þriðjudag 21. sept., fjallar um hvað á að vera í stjórnarskrá og hvers vegna, og verður það Ragnhildur Helgadóttir prófessor við lagadeild HR sem fræðir okkur um það.

Vísindakaffin eru á Súfistanum, Máli og menningu Laugavegi kl. 20-21.30. Komið í Vísindakaffi og fáið ykkur kvöldkaffi með Rannís í aðdraganda Vísindavöku


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband