Viltu taka ţátt í Vísindavöku 2011?

Vísindavaka 2011 – stefnumót viđ frćđimenn verđur haldin föstudaginn 23. september nk. í Háskólabíói.

Stofnanir, háskólar og fyrirtćki sem hafa áhuga á ađ taka ţátt í Vísindavöku geta nálgast kynningarbréf og skráningarblađ hér.

Í ár hefur Vísindavöku Rannís veriđ bođiđ ađ vera í samstarfi viđ 100 ára afmćli Háskóla Íslands. Háskólabíó er nýr og spennandi stađur fyrir vökuna, sem býđur bćđi upp á hefđbundiđ sýningarsvćđi en einnig bíósalina, sem verđa nýttir til ađ auka enn á fjölbreytni lifandi vísindamiđlunar á sviđi.

Ţeir sem hafa áhuga á ađ taka ţátt í Vísindavöku 2011 skulu senda skráningarblađ fyrir 30. ágúst til Ađalheiđar Jónsdóttur kynningarstjóra Rannís í netfnagiđ alla@rannis.is. Í kjölfariđ verđur haft samband viđ ţátttakendur varđandi nánari útfćrslu.


Aldrei fleiri á Vísindavöku!

Vísindavaka2009 (41) má ég sjáVísindavaka Rannís 2010 var haldin föstudaginn 24. sept. sl. og mćttu 4200 gestir á vökuna. Gestir Vísindavöku fengu tćkifćri til ađ hitta vísindamenn og frćđifólk úr öllum frćđigreinum frá háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtćkjum, sem sögđu frá rannsóknum sínum og viđfangsefnum á skemmtilegan og lifandi hátt. Rannís ţakkar sýnendum fyrir ţeirra framlag og gestum fyrir komuna. Sjáumst á Vísindavöku 2011!

Til hamingju međ daginn vísindamenn!

Visindavaka RannísVísindavaka Rannís er haldin föstudaginn 24. september kl. 17-22 á Degi evrópska vísindamannsins. Vísindavaka er haldin í flestum borgum Evrópu á sama tíma og markmiđiđ er ađ fćra vísindin nćr almenningi og gefa fólki kost á ađ spjalla viđ frćđimenn um rannsóknir ţeirra og viđfangsefni. Um 70 sýningarbásar eru á Vísindavöku 2010, lifandi vísindamiđlun verđur á sviđi, auk ţess sem vísindasmiđja verđur fyrir börn. Sprengjugengiđ mćtír á svćđiđ, bođiđ verđur í stjörnuskođun, Vísindavefurinn spurđur út úr og súkkulađi sent um internetiđ. Vísindavaka Rannís er fyrir alla fjölskylduna! Dagskráin og listi sýnenda hér.

Vísindakaffin fara vel af stađ

Fyrsta Vísindakaffi Vísindavöku var í gćr og mćttu 90 manns til ađ heyra Pál Einarsson jarđeđlisfrćđing viđ HÍ segja frá hvar muni gjósa nćst. Vísindakaffiđ í kvöld, ţriđjudag 21. sept., fjallar um hvađ á ađ vera í stjórnarskrá og hvers vegna, og verđur ţađ Ragnhildur Helgadóttir prófessor viđ lagadeild HR sem frćđir okkur um ţađ.

Vísindakaffin eru á Súfistanum, Máli og menningu Laugavegi kl. 20-21.30. Komiđ í Vísindakaffi og fáiđ ykkur kvöldkaffi međ Rannís í ađdraganda Vísindavöku


Dagskrá Vísindakaffis Vísindavöku 2010

Áhugasamir um rannsóknir og frćđi hvurs konar ćttu ekki ađ láta Vísindakaffi Rannís fram hjá sér fara, en í ađdraganda Vísindavöku er hellt upp á fjögur Vísindakaffi á Súfistanum í Máli og menningu á Laugavegi, 20., 21., 22. og 23. september, kl. 20-21:30 hvert kvöld. Umrćđuefni frćđifólksins, sem tekur ţátt ađ ţessu sinni, tekur nokkuđ miđ af umrćđunni í ţjóđfélaginu, en efni kaffana eru eldfjöll, stjórnarskrár, stofnfrumurannsóknir og ţjóđardýrđlingar. Hér er dagskrá vikunnar á Súfistanum:

 

Vísindakaffi 2010

Dagskrá á Súfistanum í Máli og menningu, Reykjavík:

Mánudagur 20. september, kl. 29-21:30
Eldfjöll - hvar gýs nćst?
Páll Einarsson prófessor í jarđeđlisfrćđi fjallar um ađferđir til ađ fylgjast međ virkni eldfjalla og segja fyrir um hegđun ţeirra. Af hverju er stundum hćgt ađ spá og stundum ekki?

Ţriđjudagur 21. september, kl. 20-21:30
Hvađ á ađ vera í stjórnarskrá?
Stjórnarskrár landa geta fjallađ um allt milli himins og jarđar. Í tilefni stjórnlagaţings og endurskođunar stjórnarskrár rćđir dr. Ragnhildur Helgadóttir, prófessor viđ lagadeild Háskólans í Reykjavík, um ţađ hvađ á ađ vera í stjórnarskrám og hvers vegna.

Miđvikudagur 22. september, kl. 20-21:30 
Stofnfrumur - tćkifćri eđa tálsýn? 
Dr. Sveinn Guđmundsson yfirlćknir Blóđbankans og dr. Ólafur E. Sigurjónsson forstöđumađur stofnfrumuvinnslu og grunnrannsókna í Blóđbankanum fjalla um eiginleika stofnfrumna, skýra muninn á "stofnfrumum úr fósturvísum" og "vefjasértćkum stofnfrumum", kynna notkun blóđmyndandi stofnfrumna í lćknisfrćđilegri međferđ, rćđa og vara viđ oftrú á "galdramćtti" stofnfrumna í nútíma lćknisfrćđi; en kynna jafnframt not blóđmyndandi stofnfrumna t.d. međ stofnfrumugjafaskrám og naflastrengsbönkum.

Fimmtudagur 23. september, kl. 20-21:30
Hver eru sameiningartákn íslensku ţjóđarinnar? Frá Njáli Ţorgeirssyni til Helga Hóseassonar
Jón Karl Helgason dósent viđ Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands fjallar um hvernig ýmsar persónur úr íslenskri sögu og bókmenntum hafa í ákveđinn tíma orđiđ fulltrúar ţjóđarinnar allrar eđa tiltekinna hópa. Međal ţess sem ber á góma eru styttur og minnismerki í Reykjavík, rithöfundasöfn á landsbyggđinni, götuheiti og íslenskir peningaseđlar.


Vísindavaka um alla Evrópu

Vísindavaka Rannís er hluti af samevrópsku verkefni og er haldin í tilefni af Degi evrópska vísindamannsins og kallast "Researchers' Night". Á sama tíma og viđ skemmtum okkur og frćđumst í Hafnarhúsinu 24. sept nk., eru sams konar viđburđir haldnir út um alla Evrópu.

Undirbúningur Vísindavöku 2010 kominn á fullt

Visindavaka 2010Vísindavaka 2010 verđur föstudaginn 24. september 2010 í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsinu kl. 17-22. Á Vísindavöku Rannís finna allir eitthvađ viđ sitt hćfi og sérstök áhersla verđur lögđ á ađ ná til fjölskyldna, barna og ungmenna. Missiđ ekki af fjörugri frćđslu! www.rannis.is

Vísindavaka slćr í gegn

Vísindavaka 2009 sló öll ađsóknarmet, aldrei hafa fleiri gestir sótt vökuna heim til ađ kynna sér viđfangsefni jafnmargra vísinda- og frćđimanna, en 2.790 manns komu á Vísindavökuna á föstudaginn var. Rannís ţakkar sýnendum, styrktarađilum og samstarfsađilum fyrir frábćra samvinnu. Sjáumst á Vísindavöku 2010!

Til hamingju međ daginn, vísinda- og frćđimenn!

Visindavaka LogoVísindavaka er í dag föstudaginn 25. september í tilefni af Degi evrópska vísindamannsins og er hún haldin á sama tíma í helstu borgum Evrópu. Vísindavakan verđur í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsinu kl. 17-22. Menntamálaráđherra, Katrín Jakobsdóttir, opnar Vísindavöku og afhendir verđlaun í teiknisamkeppni barna og síđan hefjast atriđi á sviđi ţar sem Sprengjugengiđ, Vísindavefurinn og Stjörnuskođunarfélag Seltjarnarness mćta međal annarra. Sýnendur hafa aldrei veriđ fleiri og mun fjöldi gesta sćkja Vísindavökuna ţannig ađ búast má viđ ţröng á ţingi! Ţađ er greinilega mikill hugur í vísinda- og frćđimönnum ţjóđarinnar og mikil gróska í rannsókna- og nýsköpunarstarfi.

Forvarnir í lćknisfrćđi - Góđmennska á villigötum?

Dr. Jóhann Ágúst Sigurđsson yfirlćknir Ţróunarstofu Heilsugćslu höfuđborgarsvćđisins og Dr. Linn Getz trúnađarlćknir á LSH og dósent viđ lćknadeild Norwegian University of Science and Technology, velta upp spurningum um gildi forvarna á Vísindakaffi í kvöld, sem verđur á Súfistanum Iđuhúsinu kl. 20:00-21:30 í kvöld.  Forvarnarstarf og heilsuvernd eru af hinu góđa. Hins vegar hefur veriđ varađ viđ ţví í virtum fagtímaritum á undanförnum árum ađ ýmsar heilsutengdar ađgerđir í nafni forvarna hafa veriđ gerđar ađ söluvöru og ţar međ heilbrigđisţjónusta ađ markađstorgi ţar sem megin áhersla er lögđ á sölu á ţjónustu til hinna frísku á kostnađ ţeirra veiku. Í slíkum tilvikum er gert meira úr vandamálinu en efni standa til og bođiđ upp á úrlausnir sem geta veriđ kostnađarsamar, vafasamar eđa siđferđilega umdeildar. Ţessi ađferđ hefur veriđ kennd viđ ,,völd góđmennskunnar" (Power of Goodness), en međ ţví hugtaki er vísađ til ţeirra valda eđa áhrifa sem til dćmis heilbrigđisstéttir geta fengiđ međ ţví ađ telja fólki trú um ađ ađgerđir ţeirra og úrlausnir séu alltaf til góđs. Líkanarannsóknir á fjölmörgum klíniskum leiđbeiningum í lćknisfrćđi benda sterklega til ţess ađ of mikiđ sé gert úr vandamálinu í ţá veru ađ nćstum allir fullorđnir verđi skilgreindir sem sjúkir og ţurfi ađ vera undir stöđugu eftirliti lćkna. Hvađa afleiđingar hefur slíkt ofmat á ţjóđarsálina, útgjöld til heilbrigđismála, lyfjanotkun, mannafla, verkaskiptingu heilbrigđisstétta og heilsu fólks svo eitthvađ sé nefnt. Lausnirnar gagnvart einstaklingum felast m.a. í ađ upplýsa fólk sem mest um kosti og galla forvarna, ţannig ađ ţađ geti tekiđ virkan ţátt í ađ hafa árif á heilsu sína.

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband