Vísindavaka slær í gegn

Vísindavaka 2009 sló öll aðsóknarmet, aldrei hafa fleiri gestir sótt vökuna heim til að kynna sér viðfangsefni jafnmargra vísinda- og fræðimanna, en 2.790 manns komu á Vísindavökuna á föstudaginn var. Rannís þakkar sýnendum, styrktaraðilum og samstarfsaðilum fyrir frábæra samvinnu. Sjáumst á Vísindavöku 2010!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mig langar til að þakka fyrir áhugaverða Vísindavöku undir lok septermber. Kom við í fyrsta Vísindakaffinu og er sá sem kom með síðustu fyrirspurnina þá um kvöldið, hverju það sætir að sjaldan sé vitnað í rit Gunnars Benedikssonar sem reit einar 4 bækur um Sturlungu og reyndar eina bók að auki. Þessi rit eru: Ísland hefur jarl, 1954, Snorri skáld í Reykholti, 1957, Sagnameistarinn Sturla, 1961, Skyggnst umhverfis Snorra, 1967 og síðar kom Rýnt í fornar rúnir og nær einnig til 12. aldar.

Öll þessi rit voru n.k. leikmannsþankar en höfundurinn var mjög rýninn fræðimaður og gagnrýninn. Voru bækur hans við alþýðuhæfi og voru nánast lesnar upp til agna. Þessi rit Gunnars eru mjög góðir lyklar að leyndardómum Sturlungu og eru vel til þess fallin að auðvelda mjög textana.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.10.2009 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband