Færsluflokkur: Vísindi og fræði
25.8.2008 | 10:38
Teiknisamkeppni barna
Vísindin í daglegu lífi
Í tilefni af Vísindavöku 26. september 2008 efnir Rannís til teiknisamkeppni barna 6-9 ára og 10-12 ára. Þema keppninnar er Hvernig hafa vísindin áhrif á daglegt líf mitt. Markmiðið að vekja börnin til umhugsunar um þau miklu áhrif sem vísindin hafa á daglegt líf okkar allra.
Myndir skal senda til:Teiknisamkeppni barna, Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík. Merkja þarf myndina með fullu nafni barns, aldri, heimilisfangi og símanúmeri ásamt nafni forráðamanns og netfangi.
Verðlaun verða veitt í tveimur aldurshópum á á Vísindavöku 2008 sem haldin verður í Listasafni Reykjavíkur 26. sept. nk. Einnig verða allar myndirnar þar til sýnis
Síðasti skiladagur er 15. september 2008
Frekari upplýsingar veitir Aðalheiður Jónsdóttir hjá alþjóðasviði Rannís í netfangi alla@rannis.is eða í síma 515 5800.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2008 | 14:18
Ljósmyndakeppni unga fólksins
Í tilefni af Vísindavöku 26. september 2008 efnir Rannís til ljósmyndasamkeppni meðal ungs fólks á aldrinum 13-18 ára. Efni myndanna skal vera Vísindin í daglegu lífi.
Reglur og skil:
Myndum skal skila rafrænt í netfangið alla@rannis.is eða á geisladiskum til Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík. Nafn, kennitala, heimilisfang, netfang og símanúmer skal fylgja myndunum.
Myndir mega vera jpg. eða tif., en án layera eða maska.Síðasti skiladagur er 15. september 2008 Verðlaun verða veitt á Vísindavöku 2008 sem haldin verður í Listasafni Reykjavíkur 26. sept. nk. Einnig verða allar myndirnar þar til sýnis.
Frekari upplýsingar veitir Aðalheiður Jónsdóttir hjá alþjóðasviði Rannís, alla@rannis.is eða í síma 515 5800
Vísindi og fræði | Breytt 25.8.2008 kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vísindavaka verður haldin föstudaginn 26. september 2008 í Listasafni Reykjavíkur. Rannsóknamiðstöð Íslands, RANNÍS, stendur fyrir Vísindavöku en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu í tengslum við Dag vísindamannsins. Markmiðið með framtakinu er að færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Verður það gert með lifandi kynningum og boðið upp á skemmtilega og fræðandi viðburði fyrir alla fjölskylduna. Allar vísindagreinar eru kynntar á Vísindavöku, hugvísindi jafnt sem raunvísindi.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)