Færsluflokkur: Lífstíll

Þriðja Vísindakaffið er í dag!

Miðvikudagur 24. september
Náttúruhamfarir - hvað svo? 
Dr. Guðrún Pétursdóttir forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða, Dr. Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur hjá áfallaþjónustu LSH, Ragnhildur Guðmundsdóttir og Edda Björk Þórðardóttir frá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við HÍ og Herdís Sigurjónsdóttir bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ og
Fimm fræknar konur kafa ofan í snjóflóð og undir jarðskorpuna og velta upp sálfræðilegum áhrifum náttúruhamfara.

Ljósmyndakeppni unga fólksins

Í tilefni af Vísindavöku 26. september 2008 efnir Rannís til ljósmyndasamkeppni meðal ungs fólks á aldrinum 13-18 ára. Efni myndanna skal vera “Vísindin í daglegu lífi”. 

Reglur og skil:
Myndum skal skila rafrænt í netfangið alla@rannis.is eða á geisladiskum til Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík. Nafn, kennitala, heimilisfang, netfang og símanúmer skal fylgja myndunum.

Myndir mega vera jpg. eða tif., en án layera eða maska.
Síðasti skiladagur er 15. september 2008 Verðlaun verða veitt á Vísindavöku 2008 sem haldin verður í Listasafni Reykjavíkur 26. sept. nk. Einnig verða allar myndirnar þar til sýnis.

Frekari upplýsingar veitir Aðalheiður Jónsdóttir hjá alþjóðasviði Rannís, alla@rannis.is eða í síma 515 5800


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband