Færsluflokkur: Spil og leikir
25.8.2008 | 10:38
Teiknisamkeppni barna
Vísindin í daglegu lífi
Í tilefni af Vísindavöku 26. september 2008 efnir Rannís til teiknisamkeppni barna 6-9 ára og 10-12 ára. Þema keppninnar er Hvernig hafa vísindin áhrif á daglegt líf mitt. Markmiðið að vekja börnin til umhugsunar um þau miklu áhrif sem vísindin hafa á daglegt líf okkar allra.
Myndir skal senda til:Teiknisamkeppni barna, Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík. Merkja þarf myndina með fullu nafni barns, aldri, heimilisfangi og símanúmeri ásamt nafni forráðamanns og netfangi.
Verðlaun verða veitt í tveimur aldurshópum á á Vísindavöku 2008 sem haldin verður í Listasafni Reykjavíkur 26. sept. nk. Einnig verða allar myndirnar þar til sýnis
Síðasti skiladagur er 15. september 2008
Frekari upplýsingar veitir Aðalheiður Jónsdóttir hjá alþjóðasviði Rannís í netfangi alla@rannis.is eða í síma 515 5800.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)