Færsluflokkur: Matur og drykkur

Neytendasálfræðin krufin til mergjar á öðru Vísindakaffinu

Á öðru Vísindakaffinu, sem haldið var á þriðjudagskvöldið, fjallaði Dr. Valdimar Sigurðsson frá viðskiptadeild HR um neytendasálfræði og markaðssetningu matvæla í verslunum. Er eitthvað að marka neytendur? Nærri 50 manns hlýddu á áhugavert spjall Valdimars ogt höfðu miklar skoðanir á hegðun fólks í verslunum.

Fjórða Vísindakaffið er í kvöld!

Fimmtudagur 25. september
Má bjóða þér sláturtertu og rabarbarakaramellur?
Sigríður Sigurjónsdóttir prófessor við Listaháskóla Íslands, Brynhildur Pálsdóttir vöruhönnuður og Guðmundur H. Gunnarsson og Irek Klonowski frá Matís þróuðu frumlegar, listrænar og girnilegar nýjungar í rannsóknasamstarfi við bændur.

Vísindakaffi - vísindamenn segja frá rannsóknum sínum

Í aðdraganda Vísindavöku verður hellt upp á Vísindakaffi í huggulegri stemmningu í Listasafni Reykjavíkur í næstu viku. Hvetjum við fólk til að kíkja í kaffi til okkar og heyra hvað margir af færustu vísindamönnum þjóðarinnar eru að fást við.

Dagskrá Vísindakaffanna verður sem hér segir:

Mánudagur 22. september kl. 20.00-21.30
Líkami og losti á upphafsöldum kristni
Dr. Clarence E. Glad sjálfstætt starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni fjallar um hvernig hugmyndir manna á Vesturlöndum um meinlæti, skírlífi, fjölskyldulíf og samskipti kynjanna hafa mótast út frá orðræðunni um líkama og losta í frumkristni.

Þriðjudagur 23. september kl. 20.00-21.30
Hver á að passa mig?
Alyson Bailes og Silja Bára Ómarsdóttir frá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fjalla um öryggismál út frá nýju sjónarhorni – það er alveg öruggt!   

Miðvikudagur 24. september kl. 20.00-21.30
Náttúruhamfarir - hvað svo? 
Dr. Guðrún Pétursdóttir forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða, Dr. Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur hjá áfallaþjónustu LSH, Ragnhildur Guðmundsdóttir og Edda Björk Þórðardóttir frá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við HÍ og Herdís Sigurjónsdóttir bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ og
Fimm fræknar konur kafa ofan í snjóflóð og undir jarðskorpuna og velta upp sálfræðilegum áhrifum náttúruhamfara.

Fimmtudagur 25. september kl. 20.00-21.30
Má bjóða þér sláturtertu og rabarbarakaramellur?
Sigríður Sigurjónsdóttir prófessor við Listaháskóla Íslands, Brynhildur Pálsdóttir vöruhönnuður og Guðmundur H. Gunnarsson frá Matís þróuðu frumlegar og girnilegar nýjungar í rannsóknasamstarfi við bændur.

Nánar á www.rannis.is/visindavaka


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband