Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Þriðja Vísindakaffið er í dag!

Miðvikudagur 24. september
Náttúruhamfarir - hvað svo? 
Dr. Guðrún Pétursdóttir forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða, Dr. Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur hjá áfallaþjónustu LSH, Ragnhildur Guðmundsdóttir og Edda Björk Þórðardóttir frá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við HÍ og Herdís Sigurjónsdóttir bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ og
Fimm fræknar konur kafa ofan í snjóflóð og undir jarðskorpuna og velta upp sálfræðilegum áhrifum náttúruhamfara.

Gangster eða gæðablóð? - þættir úr lífi sílamáfsins

Vísindakaffi Rannís og Háskólaseturs Suðurnesja

 "Gangster eða gæðablóð? - þættir í lífi sílamáfsins"Gunnar Þór Hallgrímsson mun flytja erindið í Duus húsi (bíósal)miðvikudaginn 24. september kl.18:00. Allir velkomnir í kaffi ogfuglaspjall á mannamáli.


Vísindakaffi - vísindamenn segja frá rannsóknum sínum

Í aðdraganda Vísindavöku verður hellt upp á Vísindakaffi í huggulegri stemmningu í Listasafni Reykjavíkur í næstu viku. Hvetjum við fólk til að kíkja í kaffi til okkar og heyra hvað margir af færustu vísindamönnum þjóðarinnar eru að fást við.

Dagskrá Vísindakaffanna verður sem hér segir:

Mánudagur 22. september kl. 20.00-21.30
Líkami og losti á upphafsöldum kristni
Dr. Clarence E. Glad sjálfstætt starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni fjallar um hvernig hugmyndir manna á Vesturlöndum um meinlæti, skírlífi, fjölskyldulíf og samskipti kynjanna hafa mótast út frá orðræðunni um líkama og losta í frumkristni.

Þriðjudagur 23. september kl. 20.00-21.30
Hver á að passa mig?
Alyson Bailes og Silja Bára Ómarsdóttir frá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fjalla um öryggismál út frá nýju sjónarhorni – það er alveg öruggt!   

Miðvikudagur 24. september kl. 20.00-21.30
Náttúruhamfarir - hvað svo? 
Dr. Guðrún Pétursdóttir forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða, Dr. Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur hjá áfallaþjónustu LSH, Ragnhildur Guðmundsdóttir og Edda Björk Þórðardóttir frá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við HÍ og Herdís Sigurjónsdóttir bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ og
Fimm fræknar konur kafa ofan í snjóflóð og undir jarðskorpuna og velta upp sálfræðilegum áhrifum náttúruhamfara.

Fimmtudagur 25. september kl. 20.00-21.30
Má bjóða þér sláturtertu og rabarbarakaramellur?
Sigríður Sigurjónsdóttir prófessor við Listaháskóla Íslands, Brynhildur Pálsdóttir vöruhönnuður og Guðmundur H. Gunnarsson frá Matís þróuðu frumlegar og girnilegar nýjungar í rannsóknasamstarfi við bændur.

Nánar á www.rannis.is/visindavaka


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband