Fjórða Vísindakaffið er í kvöld!

Fimmtudagur 25. september
Má bjóða þér sláturtertu og rabarbarakaramellur?
Sigríður Sigurjónsdóttir prófessor við Listaháskóla Íslands, Brynhildur Pálsdóttir vöruhönnuður og Guðmundur H. Gunnarsson og Irek Klonowski frá Matís þróuðu frumlegar, listrænar og girnilegar nýjungar í rannsóknasamstarfi við bændur.

Þriðja Vísindakaffið er í dag!

Miðvikudagur 24. september
Náttúruhamfarir - hvað svo? 
Dr. Guðrún Pétursdóttir forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða, Dr. Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur hjá áfallaþjónustu LSH, Ragnhildur Guðmundsdóttir og Edda Björk Þórðardóttir frá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við HÍ og Herdís Sigurjónsdóttir bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ og
Fimm fræknar konur kafa ofan í snjóflóð og undir jarðskorpuna og velta upp sálfræðilegum áhrifum náttúruhamfara.

Annað Vísindakaffið er í dag!

Þriðjudagur 23. september
Hver á að passa mig?
Alyson Bailes og Silja Bára Ómarsdóttir frá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fjalla um öryggismál út frá nýju sjónarhorni – það er alveg öruggt!   
     

Fyrsta Vísindakaffið er í dag!

Mánudag 22. september
Líkami og losti á upphafsöldum kristni
Dr. Clarence E. Glad sjálfstætt starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni fjallar um hvernig hugmyndir manna á Vesturlöndum um meinlæti, skírlífi, fjölskyldulíf og samskipti kynjanna hafa mótast út frá orðræðunni um líkama og losta í frumkristni.

Skjálfandaflói – menningarlandslag og náttúra

Vísindakaffi á Húsavík 23. septemberNokkar stofnanir á Húsavík munu sameinast um að halda Vísindakaffi nk. þriðjudag 23. september kl. 20.00 í Hvalasafninu á Húsavík. Stofnanirnar eru Fræðasetur Háskóla Íslands á Húsavík, Náttúrustofa Norðausturlands, Safnahúsið á Húsavík, Hvalasafnið á Húsavík og Þekkingarsetur Þingeyinga.  Umfjöllunarefni verður “Skjálfandaflói – menningarlandslag og náttúra”. Vísindamenn munu kynna skráningu á menningarlandslagi s.s. fiskimið og lendingar sem tengjast fiskveiðum við Skjálfanda í GIS- kortagrunn auk þess sem kynntar verða rannsóknir á sjófuglum og hvölum á flóanum. 

Dagskrá Vísindakaffis á Húsavík:

  • Safnið úti í hafsauga. Daníel Borgþórsson og Sigurjón Baldur Hafsteinsson, Safnahúsinu á Húsavík.
  • “Hvalatal”. Marianne Helene Rasmussen, Fræðasetri Háskóla Íslands á Húsavík.
  • Stúlkan sem starir á hafið – hvalarannsóknir úr Húsavíkurvita. Helga Rakel Guðrúnardóttir, Fræðasetri Háskóla Íslands á Húsavík.
  • Hvað leynist í flóanum á veturna – rannsóknir á þéttleika hvala í Skjálfanda árið um kring. Edda Elísabet Magnúsdóttir, Fræðasetri Háskóla Íslands á Húsavík.
  • Hvalarannsóknir og hvalaskoðun – rannsóknir um borð í hvalaskoðunarbátum. Arianna Cecchetti, Hvalasafnið á Húsavík.
  • Á mörkum láðs og lagar – sjófuglabyggðir við Skjálfanda. Aðalsteinn Örn Snæþórsson og Þorkell Lindberg Þórarinsson, Náttúrustofu Norðausturlands
Kaffistjóri verður Óli Halldórsson, Þekkingarsetri Þingeyinga.

Gangster eða gæðablóð? - þættir úr lífi sílamáfsins

Vísindakaffi Rannís og Háskólaseturs Suðurnesja

 "Gangster eða gæðablóð? - þættir í lífi sílamáfsins"Gunnar Þór Hallgrímsson mun flytja erindið í Duus húsi (bíósal)miðvikudaginn 24. september kl.18:00. Allir velkomnir í kaffi ogfuglaspjall á mannamáli.


Vísindakaffi - vísindamenn segja frá rannsóknum sínum

Í aðdraganda Vísindavöku verður hellt upp á Vísindakaffi í huggulegri stemmningu í Listasafni Reykjavíkur í næstu viku. Hvetjum við fólk til að kíkja í kaffi til okkar og heyra hvað margir af færustu vísindamönnum þjóðarinnar eru að fást við.

Dagskrá Vísindakaffanna verður sem hér segir:

Mánudagur 22. september kl. 20.00-21.30
Líkami og losti á upphafsöldum kristni
Dr. Clarence E. Glad sjálfstætt starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni fjallar um hvernig hugmyndir manna á Vesturlöndum um meinlæti, skírlífi, fjölskyldulíf og samskipti kynjanna hafa mótast út frá orðræðunni um líkama og losta í frumkristni.

Þriðjudagur 23. september kl. 20.00-21.30
Hver á að passa mig?
Alyson Bailes og Silja Bára Ómarsdóttir frá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fjalla um öryggismál út frá nýju sjónarhorni – það er alveg öruggt!   

Miðvikudagur 24. september kl. 20.00-21.30
Náttúruhamfarir - hvað svo? 
Dr. Guðrún Pétursdóttir forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða, Dr. Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur hjá áfallaþjónustu LSH, Ragnhildur Guðmundsdóttir og Edda Björk Þórðardóttir frá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við HÍ og Herdís Sigurjónsdóttir bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ og
Fimm fræknar konur kafa ofan í snjóflóð og undir jarðskorpuna og velta upp sálfræðilegum áhrifum náttúruhamfara.

Fimmtudagur 25. september kl. 20.00-21.30
Má bjóða þér sláturtertu og rabarbarakaramellur?
Sigríður Sigurjónsdóttir prófessor við Listaháskóla Íslands, Brynhildur Pálsdóttir vöruhönnuður og Guðmundur H. Gunnarsson frá Matís þróuðu frumlegar og girnilegar nýjungar í rannsóknasamstarfi við bændur.

Nánar á www.rannis.is/visindavaka


Vísindavakan komin með vefsíðu

Vefsíða Vísindavöku hefur verið opnuð hjá Rannís. Þar eru allar nánari upplýsingar um viðburðinn sem einnig verða settar hér á blogg vökunnar. Slóðin er www.rannis.is/visindavaka

Verkefnastjóri Vísindavöku 2008 er Aðalheiður Jónsdóttir á alþjóðasviði Rannís og veitir hún fúslega allar nánari upplýsingar. Netfangið er alla (@) rannis.is


Síðasti skiladagur í dag

Í dag er síðasti skiladagur fyrir teiknisamkeppni og ljósmyndasamkeppni Vísindavöku Rannís. Ótrúlegur fjöldi teikninga hefur borist og ljóst er að grunnskólar landsins hafa tekið vel í að láta börnin tjá sig um hvernig þau upplifa vísindin í daglegu lífi. Einnig er síðasti dagurinn til að tilnefna vísindamann til vísindamiðlunarverðlauna Rannís 2008. Fyrri verðlaunahafar eru Ari Ólafsson 2006 og Ari Trausti Guðmundsson 2007.

Hvern vilt þú tilnefna?

Verðlaun RANNÍS fyrir framlag til Vísindamiðlunar 

Vísindamiðlunarverðlaun RANNÍS eru veitt einstaklingi fyrir sérstakt framlag til vísindamiðlunar. Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi vísindamiðlunar fyrir samfélagið. 

Verðlaun eru 500 þúsund krónur sem verða afhent á Vísindavöku 2008 sem er haldin á árlegum degi evrópskra vísindamanna föstudaginn 26. september. 

Rannís óskar eftir tilnefningum um verðlaunahafa frá hvaða sviði vísinda, tækni og fræða sem er. Með framlagi til vísindamiðlunar er átt við sérstakt framtak sem miðar að því að auka skilning og áhuga almennings á öllum aldri á vísindum og nýsköpun og mikilvægi þeirra í nútímasamfélagi. Öllum er heimilt að senda inn tilnefningar til verðlaunanna.

Með tilnefningu skal fylgja lýsing á viðkomandi framlagi. Við val á verðlaunahafa verður lagt mat á brautryðjendastarf, frumleika og þann árangur sem viðkomandi einstaklingur hefur skilað til vísindamiðlunar. 

Frestur til að skila inn tilnefningum er til 15. september 2008 

Tilnefningum má skila til RANNÍS, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, eða með tölvupósti til alla@rannis.is merkt Vísindamiðlunarverðlaun. 

Dómnefnd á vegum RANNÍS mun síðan fara yfir tilnefningarnar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband