Hvern vilt þú tilnefna?

Verðlaun RANNÍS fyrir framlag til Vísindamiðlunar 

Vísindamiðlunarverðlaun RANNÍS eru veitt einstaklingi fyrir sérstakt framlag til vísindamiðlunar. Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi vísindamiðlunar fyrir samfélagið. 

Verðlaun eru 500 þúsund krónur sem verða afhent á Vísindavöku 2008 sem er haldin á árlegum degi evrópskra vísindamanna föstudaginn 26. september. 

Rannís óskar eftir tilnefningum um verðlaunahafa frá hvaða sviði vísinda, tækni og fræða sem er. Með framlagi til vísindamiðlunar er átt við sérstakt framtak sem miðar að því að auka skilning og áhuga almennings á öllum aldri á vísindum og nýsköpun og mikilvægi þeirra í nútímasamfélagi. Öllum er heimilt að senda inn tilnefningar til verðlaunanna.

Með tilnefningu skal fylgja lýsing á viðkomandi framlagi. Við val á verðlaunahafa verður lagt mat á brautryðjendastarf, frumleika og þann árangur sem viðkomandi einstaklingur hefur skilað til vísindamiðlunar. 

Frestur til að skila inn tilnefningum er til 15. september 2008 

Tilnefningum má skila til RANNÍS, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, eða með tölvupósti til alla@rannis.is merkt Vísindamiðlunarverðlaun. 

Dómnefnd á vegum RANNÍS mun síðan fara yfir tilnefningarnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband