
Vísindavaka Rannís er haldin föstudaginn 24. september kl. 17-22 á Degi evrópska vísindamannsins. Vísindavaka er haldin í flestum borgum Evrópu á sama tíma og markmiðið er að færa vísindin nær almenningi og gefa fólki kost á að spjalla við fræðimenn um rannsóknir þeirra og viðfangsefni. Um 70 sýningarbásar eru á Vísindavöku 2010, lifandi vísindamiðlun verður á sviði, auk þess sem vísindasmiðja verður fyrir börn. Sprengjugengið mætír á svæðið, boðið verður í stjörnuskoðun, Vísindavefurinn spurður út úr og súkkulaði sent um internetið. Vísindavaka Rannís er fyrir alla fjölskylduna!
Dagskráin og listi sýnenda hér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.