Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Til hamingju með daginn vísindamenn!

Visindavaka RannísVísindavaka Rannís er haldin föstudaginn 24. september kl. 17-22 á Degi evrópska vísindamannsins. Vísindavaka er haldin í flestum borgum Evrópu á sama tíma og markmiðið er að færa vísindin nær almenningi og gefa fólki kost á að spjalla við fræðimenn um rannsóknir þeirra og viðfangsefni. Um 70 sýningarbásar eru á Vísindavöku 2010, lifandi vísindamiðlun verður á sviði, auk þess sem vísindasmiðja verður fyrir börn. Sprengjugengið mætír á svæðið, boðið verður í stjörnuskoðun, Vísindavefurinn spurður út úr og súkkulaði sent um internetið. Vísindavaka Rannís er fyrir alla fjölskylduna! Dagskráin og listi sýnenda hér.

Undirbúningur Vísindavöku 2010 kominn á fullt

Visindavaka 2010Vísindavaka 2010 verður föstudaginn 24. september 2010 í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsinu kl. 17-22. Á Vísindavöku Rannís finna allir eitthvað við sitt hæfi og sérstök áhersla verður lögð á að ná til fjölskyldna, barna og ungmenna. Missið ekki af fjörugri fræðslu! www.rannis.is

Fjölbreytt og skemmtileg Vísindavaka í vændum

Allir háskólar landsins og fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hafa skráð sig til þátttöku á Vísindavöku 2009 og er ljóst að viðfangsefnin, sem kynnt verða, munu verða afar fjölbreytt. Á Vísindavöku gefst tækifæri til að hitta vísindafólk og skoða hvað það er að fást við og er öllum vísindagreinum gert jafnhátt undir höfði. Vísindavakan verður haldin föstudaginn 25. september nk. í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsinu, kl. 17-22. Rannís stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi, en viðburðurinn er styrktur af 7. rannsóknaáætlun ESB. Hér er tengill í vefsíðu Vísindavökunnar.

Síðasti skiladagur í dag

Í dag er síðasti skiladagur fyrir teiknisamkeppni og ljósmyndasamkeppni Vísindavöku Rannís. Ótrúlegur fjöldi teikninga hefur borist og ljóst er að grunnskólar landsins hafa tekið vel í að láta börnin tjá sig um hvernig þau upplifa vísindin í daglegu lífi. Einnig er síðasti dagurinn til að tilnefna vísindamann til vísindamiðlunarverðlauna Rannís 2008. Fyrri verðlaunahafar eru Ari Ólafsson 2006 og Ari Trausti Guðmundsson 2007.

Hvern vilt þú tilnefna?

Verðlaun RANNÍS fyrir framlag til Vísindamiðlunar 

Vísindamiðlunarverðlaun RANNÍS eru veitt einstaklingi fyrir sérstakt framlag til vísindamiðlunar. Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi vísindamiðlunar fyrir samfélagið. 

Verðlaun eru 500 þúsund krónur sem verða afhent á Vísindavöku 2008 sem er haldin á árlegum degi evrópskra vísindamanna föstudaginn 26. september. 

Rannís óskar eftir tilnefningum um verðlaunahafa frá hvaða sviði vísinda, tækni og fræða sem er. Með framlagi til vísindamiðlunar er átt við sérstakt framtak sem miðar að því að auka skilning og áhuga almennings á öllum aldri á vísindum og nýsköpun og mikilvægi þeirra í nútímasamfélagi. Öllum er heimilt að senda inn tilnefningar til verðlaunanna.

Með tilnefningu skal fylgja lýsing á viðkomandi framlagi. Við val á verðlaunahafa verður lagt mat á brautryðjendastarf, frumleika og þann árangur sem viðkomandi einstaklingur hefur skilað til vísindamiðlunar. 

Frestur til að skila inn tilnefningum er til 15. september 2008 

Tilnefningum má skila til RANNÍS, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, eða með tölvupósti til alla@rannis.is merkt Vísindamiðlunarverðlaun. 

Dómnefnd á vegum RANNÍS mun síðan fara yfir tilnefningarnar.


Vísindavaka 2008 - skemmtilegur og fræðandi viðburður fyrir alla fjölskylduna

VísindavakaVísindavaka verður haldin föstudaginn 26. september 2008 í Listasafni Reykjavíkur. Rannsóknamiðstöð Íslands, RANNÍS, stendur fyrir Vísindavöku en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu í tengslum við Dag vísindamannsins. Markmiðið með framtakinu er að færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Verður það gert með lifandi kynningum og boðið upp á skemmtilega og fræðandi viðburði fyrir alla fjölskylduna. Allar vísindagreinar eru kynntar á Vísindavöku, hugvísindi jafnt sem raunvísindi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband