Fćrsluflokkur: Evrópumál

Vísindavaka um alla Evrópu

Vísindavaka Rannís er hluti af samevrópsku verkefni og er haldin í tilefni af Degi evrópska vísindamannsins og kallast "Researchers' Night". Á sama tíma og viđ skemmtum okkur og frćđumst í Hafnarhúsinu 24. sept nk., eru sams konar viđburđir haldnir út um alla Evrópu.

Vísindakaffi á Akrueyri og Sauđárkróki í kvöld um vaxtarbrodda og vísindi

Tvö Vísindakaffi verđa haldin á Norđurlandi í kvöld í tengslum viđ Vísindavöku 2009. Vísindakaffiđ á Akrueyri ber yfirskriftina: "Mun Eyjafjörđur verđa helsti vaxtarbroddur Íslands?" og er haldiđ á Friđriku V., og á Sauđárkróki er titill Vísindakaffisins "Er vit í vísindum á landsbyggđinni? - Hvert er förinni heitiđ?" en ţađ er haldiđ á Kaffi Krók. Spekingarnir sem hefja spjalliđ á AKureyri koma frá Háskólanum á Akureyri, en ţađ eru ţeir Hreiđar Ţór Valtýsson lektor, Jón Ţorvaldur Heiđarsson lektor og Steingrímur Jónsson prófessor. Pétur Halldórsson útvarpsmađur hjá Ríkisútvarpinu stýrir umrćđum. Á Sauđárkróki býđur Háskólinn á Hólum til almennra kaffispjalls um hlutverk vísinda á landsbyggđinni og mun Ţórarinn Sólmundarson frá ţróunarsviđi Byggđastofnunar stýra umrćđum.


Harđsnúin klíka föđurlandssvikara á ţriđja Vísindakaffinu í kvöld

Umrćđan um hugsanlega ađild Íslands ađ ESB verđur í brennidepli á Vísindakaffi í kvöld, en ţá mun Magnús Árni Magnússon forstöđumađur Félagsvísindastofnunar HÍ fjalla um hvernig umrćđan hefur ţróast og hvernig orđrćđa er notuđ í ţví samhengi. Hann mun líta til umrćđunnar á Möltu, en ţegar ţessi litla eyţjóđ gekk inn í ESB fyrir nokkrum árum, einkenndist umrćđan um margt af svipuđum ađferđum og hér. Harđsnúin klíka föđurlandssvikara á Vísindakaffi í kvöld kl. 20.00-21.30 á Súfistanum í Iđuhúsinu! Nánar á: www.rannis.is/visindavaka/visindakaffi

Sturlunga og nútíminn á fyrsta Vísindakaffinu í kvöld

Fyrsta Vísindakaffiđ er í kvöld, mánudag 21. sept. kl. 20:00-21:30 á Súfistanum, Iđuhúsinu Lćkjargötu 2. Dr. Guđrún Nordal forstöđumađur Stofnunar Árna Magnússonar  fjallar um hvernig fíkn ungra karlmanna í völd og fé réđi miklu um fall í íslensku samfélagi í tíđ Sturlunga. Ţetta ţykir mörgum ríma óţćgilega viđ fjölda atburđa í nútímanum. Erindi Guđrúnar heitir "Sturlunga: handbók fyrir ráđvillta nútímaţjóđ". Alvarlegt málefni međ léttum undirtóni!

Fjölbreytt og skemmtileg Vísindavaka í vćndum

Allir háskólar landsins og fjölmörg fyrirtćki og stofnanir hafa skráđ sig til ţátttöku á Vísindavöku 2009 og er ljóst ađ viđfangsefnin, sem kynnt verđa, munu verđa afar fjölbreytt. Á Vísindavöku gefst tćkifćri til ađ hitta vísindafólk og skođa hvađ ţađ er ađ fást viđ og er öllum vísindagreinum gert jafnhátt undir höfđi. Vísindavakan verđur haldin föstudaginn 25. september nk. í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsinu, kl. 17-22. Rannís stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi, en viđburđurinn er styrktur af 7. rannsóknaáćtlun ESB. Hér er tengill í vefsíđu Vísindavökunnar.

Vísindavaka 25. september 2009

Vísindavakan 2009 verđur haldin föstudaginn 25. september 2009 í tengslum viđ Dag vísindamannsins í Evrópu. Ţar gefst fólki kostur á ađ hitta vísindamenn og kynna sér viđfangsefni ţeirra. Fylgist međ dagskrá, sýnendum og uppákomum hér á Vísindavökublogginu ţegar nćr dregur!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband