Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
27.9.2010 | 10:38
Aldrei fleiri á Vísindavöku!

24.9.2010 | 10:17
Til hamingju með daginn vísindamenn!

21.9.2010 | 14:52
Vísindakaffin fara vel af stað
Vísindakaffin eru á Súfistanum, Máli og menningu Laugavegi kl. 20-21.30. Komið í Vísindakaffi og fáið ykkur kvöldkaffi með Rannís í aðdraganda Vísindavöku
19.9.2010 | 14:04
Dagskrá Vísindakaffis Vísindavöku 2010
Áhugasamir um rannsóknir og fræði hvurs konar ættu ekki að láta Vísindakaffi Rannís fram hjá sér fara, en í aðdraganda Vísindavöku er hellt upp á fjögur Vísindakaffi á Súfistanum í Máli og menningu á Laugavegi, 20., 21., 22. og 23. september, kl. 20-21:30 hvert kvöld. Umræðuefni fræðifólksins, sem tekur þátt að þessu sinni, tekur nokkuð mið af umræðunni í þjóðfélaginu, en efni kaffana eru eldfjöll, stjórnarskrár, stofnfrumurannsóknir og þjóðardýrðlingar. Hér er dagskrá vikunnar á Súfistanum:
Vísindakaffi 2010
Dagskrá á Súfistanum í Máli og menningu, Reykjavík:
Mánudagur 20. september, kl. 29-21:30
Eldfjöll - hvar gýs næst?
Páll Einarsson prófessor í jarðeðlisfræði fjallar um aðferðir til að fylgjast með virkni eldfjalla og segja fyrir um hegðun þeirra. Af hverju er stundum hægt að spá og stundum ekki?
Þriðjudagur 21. september, kl. 20-21:30
Hvað á að vera í stjórnarskrá?
Stjórnarskrár landa geta fjallað um allt milli himins og jarðar. Í tilefni stjórnlagaþings og endurskoðunar stjórnarskrár ræðir dr. Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, um það hvað á að vera í stjórnarskrám og hvers vegna.
Miðvikudagur 22. september, kl. 20-21:30
Stofnfrumur - tækifæri eða tálsýn?
Dr. Sveinn Guðmundsson yfirlæknir Blóðbankans og dr. Ólafur E. Sigurjónsson forstöðumaður stofnfrumuvinnslu og grunnrannsókna í Blóðbankanum fjalla um eiginleika stofnfrumna, skýra muninn á "stofnfrumum úr fósturvísum" og "vefjasértækum stofnfrumum", kynna notkun blóðmyndandi stofnfrumna í læknisfræðilegri meðferð, ræða og vara við oftrú á "galdramætti" stofnfrumna í nútíma læknisfræði; en kynna jafnframt not blóðmyndandi stofnfrumna t.d. með stofnfrumugjafaskrám og naflastrengsbönkum.
Fimmtudagur 23. september, kl. 20-21:30
Hver eru sameiningartákn íslensku þjóðarinnar? Frá Njáli Þorgeirssyni til Helga Hóseassonar
Jón Karl Helgason dósent við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands fjallar um hvernig ýmsar persónur úr íslenskri sögu og bókmenntum hafa í ákveðinn tíma orðið fulltrúar þjóðarinnar allrar eða tiltekinna hópa. Meðal þess sem ber á góma eru styttur og minnismerki í Reykjavík, rithöfundasöfn á landsbyggðinni, götuheiti og íslenskir peningaseðlar.
15.9.2010 | 10:36
Vísindavaka um alla Evrópu
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.9.2010 | 00:12
Undirbúningur Vísindavöku 2010 kominn á fullt

29.9.2009 | 09:58
Vísindavaka slær í gegn
25.9.2009 | 10:44
Til hamingju með daginn, vísinda- og fræðimenn!

Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2008 | 11:46
Aldrei fleiri á Vísindavöku
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2008 | 09:34
Til hamingju með daginn vísindamenn!
