Til hamingju með daginn vísindamenn!

VísindavakaVísindavaka 2008 er í dag, föstudaginn 26. september, í tilefni af Degi Evrópska vísindamannsins og er hún haldin á sama tíma í helstu borgum Evrópu. Vísindavakan verður í Listasafni Reykjavíkur kl. 17-22. Við opnunina verða afhent verðlaun í teiknisamkeppni barna og ljósmyndasamkeppni unga fólksins, auk þess sem viðurkenning Rannís fyrir framlag til Vísindamiðlunar verður veitt.  Markmiðið með framtakinu er að færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Verður það gert með lifandi kynningum og boðið upp á skemmtilega og fræðandi viðburði fyrir alla fjölskylduna. Allar vísindagreinar eru kynntar á Vísindavöku, hugvísindi jafnt sem raunvísindi. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband