Færsluflokkur: Menntun og skóli
15.8.2011 | 11:22
Viltu taka þátt í Vísindavöku 2011?
Vísindavaka 2011 stefnumót við fræðimenn verður haldin föstudaginn 23. september nk. í Háskólabíói.
Stofnanir, háskólar og fyrirtæki sem hafa áhuga á að taka þátt í Vísindavöku geta nálgast kynningarbréf og skráningarblað hér.
Í ár hefur Vísindavöku Rannís verið boðið að vera í samstarfi við 100 ára afmæli Háskóla Íslands. Háskólabíó er nýr og spennandi staður fyrir vökuna, sem býður bæði upp á hefðbundið sýningarsvæði en einnig bíósalina, sem verða nýttir til að auka enn á fjölbreytni lifandi vísindamiðlunar á sviði.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í Vísindavöku 2011 skulu senda skráningarblað fyrir 30. ágúst til Aðalheiðar Jónsdóttur kynningarstjóra Rannís í netfnagið alla@rannis.is. Í kjölfarið verður haft samband við þátttakendur varðandi nánari útfærslu.
15.9.2010 | 10:36
Vísindavaka um alla Evrópu
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.9.2010 | 00:12
Undirbúningur Vísindavöku 2010 kominn á fullt

29.9.2009 | 09:58
Vísindavaka slær í gegn
25.9.2009 | 10:44
Til hamingju með daginn, vísinda- og fræðimenn!

Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tvö Vísindakaffi verða haldin á Norðurlandi í kvöld í tengslum við Vísindavöku 2009. Vísindakaffið á Akrueyri ber yfirskriftina: "Mun Eyjafjörður verða helsti vaxtarbroddur Íslands?" og er haldið á Friðriku V., og á Sauðárkróki er titill Vísindakaffisins "Er vit í vísindum á landsbyggðinni? - Hvert er förinni heitið?" en það er haldið á Kaffi Krók. Spekingarnir sem hefja spjallið á AKureyri koma frá Háskólanum á Akureyri, en það eru þeir Hreiðar Þór Valtýsson lektor, Jón Þorvaldur Heiðarsson lektor og Steingrímur Jónsson prófessor. Pétur Halldórsson útvarpsmaður hjá Ríkisútvarpinu stýrir umræðum. Á Sauðárkróki býður Háskólinn á Hólum til almennra kaffispjalls um hlutverk vísinda á landsbyggðinni og mun Þórarinn Sólmundarson frá þróunarsviði Byggðastofnunar stýra umræðum.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2009 | 09:46
Fjölbreytt og skemmtileg Vísindavaka í vændum
18.6.2009 | 15:56
Vísindavaka 25. september 2009
Vísindavakan 2009 verður haldin föstudaginn 25. september 2009 í tengslum við Dag vísindamannsins í Evrópu. Þar gefst fólki kostur á að hitta vísindamenn og kynna sér viðfangsefni þeirra. Fylgist með dagskrá, sýnendum og uppákomum hér á Vísindavökublogginu þegar nær dregur!
30.9.2008 | 11:46
Aldrei fleiri á Vísindavöku
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2008 | 09:34
Til hamingju með daginn vísindamenn!
